Enski boltinn

Ætlum ekki að enda eins og Leeds

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir að félagið ætli ekki að fara fram úr sér í fjármálunum þó svo félagið fái nú mikinn pening fyrir að vera í Meistaradeildinni. Levy segir að félagið ætli ekki að fara sömu leið og Leeds United.

"Við viljum að sjálfsögðu halda liðinu í Meistaradeildinni á næstu árum en við verðum líka að vera raunsæir. Það eru aðeins fjögur sæti í boði sem 7-8 lið keppa um á ári hverju," sagði Levy.

"Ég tel það vera mikilvægt að reka félagið á réttan hátt. Það þarf að hugsa til framtíðar og vernda félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×