Umfjöllun: Þá féll það með KR - Lars Ivar með stórleik Elvar Geir Magnússon skrifar 20. júní 2010 23:15 Baldur Sigurðsson sendi Eyjamenn tómhenta heim úr Frostaskjólinu í kvöld en hann skoraði eina markið í viðureign KR og ÍBV. Það skoraði hann með skalla eftir sendingu Óskars Arnar Haukssonar á 89. mínútu leiksins. Ansi svekkjandi niðurstaða fyrir gestina sem voru síst lakari aðilinni í leiknum. Lítið hefur fallið með KR-ingum í sumar en að þessu sinni féll það og þeir hafa nú unnið sinn fyrsta heimasigur í deildinni. Bæði lið áttu skot í tréverkið í fyrri hálfleik. Jordao Diogo skaut í stöngina snemma leiks og Andri Ólafsson setti svo knöttinn í þverslána rétt fyrir leikhlé. Annars var dómarinn Þorvaldur Árnason í aðalhlutverki í fyrri hálfleiknum en óhætt er að segja að hann hafi ekki átt góðan dag. Hann spjaldaði Grétar Sigfinn Sigurðarson réttilega snemma leiks en sleppti síðan að áminna hann aftur í hálfleiknum fyrir brot sem augljóslega verðskuldaði spjald. KR-ingar voru þar stálheppnir að haldast ellefu inni á vellinum. Gestirnir mótmæltu en eina sem þeir uppskáru var gult spjald á Tryggva Guðmundsson sem dómaranum þótti sýna látbragð til stúkunnar. Undir blálok hálfleiksins fékk ÍBV svo umdeilda vítaspyrnu þegar markvörðurinn Lars Ivar Moldsked var dæmdur brotlegur eftir að Denis Sytnik féll í teignum. Þorvaldur dómari var samt greinilega ekki alveg viss í sinni sök því hann sleppti því að draga upp spjald. Tryggvi Guðmundsson steig á punktinn en Lars Ivar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu hans. Staðan var því markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og sá fyrri en Eyjamenn voru þó hættulegri í sínum aðgerðum og varði Lars Ivar glæsilega frá Sytnik sem slapp einn í gegn. Á lokakaflanum settu KR-ingar meiri þunga í sóknarleikinn og fóru að skapa sér betri færi. Það varð til þess að Baldur Sigurðsson náði að tryggja þeim ansi dýrmætan sigur. KR lék afbrigði af leikkerfinu 4-3-3 að þessu sinni en Bjarni Guðjónsson tók út leikbann. Liðið var lengst af ansi bitlítið fram á við. Varnarlega var það þó sterkt. Grétar Sigfinnur er nánast að spila á annarri löppinni en stendur fyrir sínu, bakverðirnir voru flottir og Mark Rutgers átti sinn besta leik í sumar. Maður leiksins er þó án vafa Lars Ivar sem sýndi að hann er alls ekki vonlaus. Hann hefur litið út eins og trúður í byrjun móts en átti stórleik í markinu í kvöld. Eyjamenn voru að leika vel og þeirra leikaðferð gekk að mestu upp. Lið þeirra er mjög þétt og engin tilviljun að það er í toppbaráttunni. Þeir fóru þó illa með sín færi og var refsað. KR - ÍBV 1-01-0 Baldur Sigurðsson (89.) Áhorfendur: 1.003Dómari: Þorvaldur Árnason 3 Skot (á mark): 14-12 (7-7) Varin skot: Lars 6 - Albert 5 Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 4-0KR 4-3-3 Lars Ivar Moldsked 8* - Maður leiksins Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Rutgers 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 (77. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Óskar Örn Hauksson 6 Gunnar Örn Jónsson 5 (74. Kjartan Henry Finnbogason -) Jordao Diogo 5 Björgólfur Takefusa 6ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 7 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 6 Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 (90. Gauti Þorvarðarson -) Tryggvi Guðmundsson 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (71. Yngvi Borgþórsson -) Tonny Mawejje 6 Eyþór Helgi Birgisson 5 (26. Denis Sytnik 6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Það sáu það allir nema dómarinn Eyjamenn fara svekktir heim með tóma vasa eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í kvöld. Lið ÍBV lék leikinn mjög vel en fékk blauta tusku í andlitið skömmu fyrir leikslok. 20. júní 2010 22:01 Grétar Sigfinnur: Óþolandi þegar menn láta sig detta „Við vorum hættulegri í sköllunum og ljúft að ná þessu í lokin," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í kvöld. Sigurmarkið skoraði Baldur Sigurðsson á 89. mínútu. 20. júní 2010 22:11 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Baldur Sigurðsson sendi Eyjamenn tómhenta heim úr Frostaskjólinu í kvöld en hann skoraði eina markið í viðureign KR og ÍBV. Það skoraði hann með skalla eftir sendingu Óskars Arnar Haukssonar á 89. mínútu leiksins. Ansi svekkjandi niðurstaða fyrir gestina sem voru síst lakari aðilinni í leiknum. Lítið hefur fallið með KR-ingum í sumar en að þessu sinni féll það og þeir hafa nú unnið sinn fyrsta heimasigur í deildinni. Bæði lið áttu skot í tréverkið í fyrri hálfleik. Jordao Diogo skaut í stöngina snemma leiks og Andri Ólafsson setti svo knöttinn í þverslána rétt fyrir leikhlé. Annars var dómarinn Þorvaldur Árnason í aðalhlutverki í fyrri hálfleiknum en óhætt er að segja að hann hafi ekki átt góðan dag. Hann spjaldaði Grétar Sigfinn Sigurðarson réttilega snemma leiks en sleppti síðan að áminna hann aftur í hálfleiknum fyrir brot sem augljóslega verðskuldaði spjald. KR-ingar voru þar stálheppnir að haldast ellefu inni á vellinum. Gestirnir mótmæltu en eina sem þeir uppskáru var gult spjald á Tryggva Guðmundsson sem dómaranum þótti sýna látbragð til stúkunnar. Undir blálok hálfleiksins fékk ÍBV svo umdeilda vítaspyrnu þegar markvörðurinn Lars Ivar Moldsked var dæmdur brotlegur eftir að Denis Sytnik féll í teignum. Þorvaldur dómari var samt greinilega ekki alveg viss í sinni sök því hann sleppti því að draga upp spjald. Tryggvi Guðmundsson steig á punktinn en Lars Ivar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu hans. Staðan var því markalaus í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og sá fyrri en Eyjamenn voru þó hættulegri í sínum aðgerðum og varði Lars Ivar glæsilega frá Sytnik sem slapp einn í gegn. Á lokakaflanum settu KR-ingar meiri þunga í sóknarleikinn og fóru að skapa sér betri færi. Það varð til þess að Baldur Sigurðsson náði að tryggja þeim ansi dýrmætan sigur. KR lék afbrigði af leikkerfinu 4-3-3 að þessu sinni en Bjarni Guðjónsson tók út leikbann. Liðið var lengst af ansi bitlítið fram á við. Varnarlega var það þó sterkt. Grétar Sigfinnur er nánast að spila á annarri löppinni en stendur fyrir sínu, bakverðirnir voru flottir og Mark Rutgers átti sinn besta leik í sumar. Maður leiksins er þó án vafa Lars Ivar sem sýndi að hann er alls ekki vonlaus. Hann hefur litið út eins og trúður í byrjun móts en átti stórleik í markinu í kvöld. Eyjamenn voru að leika vel og þeirra leikaðferð gekk að mestu upp. Lið þeirra er mjög þétt og engin tilviljun að það er í toppbaráttunni. Þeir fóru þó illa með sín færi og var refsað. KR - ÍBV 1-01-0 Baldur Sigurðsson (89.) Áhorfendur: 1.003Dómari: Þorvaldur Árnason 3 Skot (á mark): 14-12 (7-7) Varin skot: Lars 6 - Albert 5 Horn: 4-4 Aukaspyrnur fengnar: 15-13 Rangstöður: 4-0KR 4-3-3 Lars Ivar Moldsked 8* - Maður leiksins Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Mark Rutgers 7 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 (77. Gunnar Kristjánsson -) Baldur Sigurðsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Óskar Örn Hauksson 6 Gunnar Örn Jónsson 5 (74. Kjartan Henry Finnbogason -) Jordao Diogo 5 Björgólfur Takefusa 6ÍBV 4-3-3 Albert Sævarsson 7 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 6 Andri Ólafsson 7 Finnur Ólafsson 6 (90. Gauti Þorvarðarson -) Tryggvi Guðmundsson 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (71. Yngvi Borgþórsson -) Tonny Mawejje 6 Eyþór Helgi Birgisson 5 (26. Denis Sytnik 6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir Hallgríms: Það sáu það allir nema dómarinn Eyjamenn fara svekktir heim með tóma vasa eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í kvöld. Lið ÍBV lék leikinn mjög vel en fékk blauta tusku í andlitið skömmu fyrir leikslok. 20. júní 2010 22:01 Grétar Sigfinnur: Óþolandi þegar menn láta sig detta „Við vorum hættulegri í sköllunum og ljúft að ná þessu í lokin," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í kvöld. Sigurmarkið skoraði Baldur Sigurðsson á 89. mínútu. 20. júní 2010 22:11 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Heimir Hallgríms: Það sáu það allir nema dómarinn Eyjamenn fara svekktir heim með tóma vasa eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í kvöld. Lið ÍBV lék leikinn mjög vel en fékk blauta tusku í andlitið skömmu fyrir leikslok. 20. júní 2010 22:01
Grétar Sigfinnur: Óþolandi þegar menn láta sig detta „Við vorum hættulegri í sköllunum og ljúft að ná þessu í lokin," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í kvöld. Sigurmarkið skoraði Baldur Sigurðsson á 89. mínútu. 20. júní 2010 22:11