Fótbolti

Maradona: Verð ekki aftur landsliðsþjálfari Argentínu í bráð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maradona á HM í sumar.
Maradona á HM í sumar. Nordic Photos / AFP

Diego Maradona reiknar ekki með því að hann eigi tækifæri til að gerast landsliðsþjálfari Argentínu í náinni framtíð.

„Ég á engan möguleika á því að gerast landsliðsþjálfari Argentínu," sagði hann í samtali við fjölmiðla í heimalandinu.

„Það er mikið sem þyrfti að breytast. Kannski gerist það síðar. Í dag eru dyrnar lokaðar."

Undir stjórn Maradona datt Argentína úr leik á HM í Suður-Afríku í sumar eftir tap fyrir Þýskalandi í fjórðungsúrslitum, 4-0.

Maradona verður fimmtugur síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×