Enski boltinn

Sullivan: Eigendur Chelsea og City hafa slæm áhrif á fótboltann

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Sullivan.
David Sullivan. Nordic photos/AFP

David Sullivan, nýr eigandi West Ham, er ekki ánægður með kollega sína hjá Chelsea og Manchester City og gagnrýnir þá fyrir „brjálaða" kaupstefnu sína og alltof háan launakostnað sem hafi áhrif á önnur félög.

Sullivan fer heldur ekki farið leynt með skoðun sína á Íslendingunum sem voru að reka félagið á undan honum. Þá gagnrýnir ekki síður atvinnumenn í fótbolta nú til dags og segir þá marga hverja einungis hugsa um peninga og ekkert annað.

„Mín skoðun er að félög á borð við Chelsea og Manchester City með sína forríku eigendur séu að eyðileggja fótboltann. Þeir eru að keyra markaðinn upp með fáránlegum fjárútlátum og brjáluðum launakostnaði. Þetta var líka svona hjá West Ham þegar að Íslendingarnir voru að reka félagið.

Leikmönnum voru boðin fáránleg laun. Ég get vottað fyrir það að þegar ég var eigandi Birmingham að þá var mér stundum flökurt að horfa á hörmulega frammistöðu sumra leikmanna þar sem ég vissi nákvæmlega hvað þeir voru að fá í laun," segir Sullivan í viðtali við HARDtalk þáttinn á BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×