Enski boltinn

Kári hafði betur gegn Ármanni Smára

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári í landsleik fyrir fimm árum.
Kári í landsleik fyrir fimm árum.

Kári Árnason og félagar í Plymouth höfðu betur gegn Ármanni Smára Björnssyni og félögum í Hartlepool er liðin mættust í ensku C-deildinni í dag.

Kári lék allan leikinn fyrir Plymouth en Ármann lék síðustu mínútuna fyrir Hartlepool.

Jóhannes Karl Guðjónsson var sem fyrr á varamannabekk Huddersfield sem tapaði gegn Bristol Rovers í dag. Jóhannes lék síðustu 15 mínútur leiksins.

Huddersfield er samt að standa sig best Íslendingaliðanna í 9. sæti. Plymouth er í 14. og Hartlepool í 19. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×