Enski boltinn

Hart verður ekki með enska landsliðinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hart fer hér meiddur af æfingu enska landsliðsins.
Joe Hart fer hér meiddur af æfingu enska landsliðsins. Mynd/Nordic Photos/Getty

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins þarf að velja á milli Robert Green og Ben Foster þegar hann ákveður hver verður í marki liðsins í vináttulandsleiknum á móti frökkum á Wembley í kvöld.

Joe Hart meiddist á baki á æfingu og er farinn í meðferð hjá félagi sínu Manchester City. Hart hefur verið aðalmarkvörður enska landsliðsins eftir HM í sumar.

Scott Loach, markvörður Watford og enska 21 árs landsliðsins, hefur verið tekinn inn í hópinn í staðinn fyrir Hart.

Valið hjá Capello stendur því á milli þeirra Robert Green og Ben Foster. Það eru fáir búnir að gleyma klúðri Green á HM í sumar og verður því að teljast vera líklegra að Foster fái að spreyta sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×