Enski boltinn

Ryan Giggs frá í tvær vikur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs.

Ellismellurinn Ryan Giggs verður frá í um tvær vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í dag. Hann þurfti að yfirgefa völlinn þegar Manchester United gerði jafntefli við Bolton.

Þá meiddist Wayne Rooney lítillega í leiknum en ætti að vera orðinn klár í slaginn á miðvikudag þegar United etur kappi við Valencia í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×