Enski boltinn

Ferguson: Ekki vellinum að kenna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gefur lítið fyrir þau ummæli sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, lét falla um völlinn á Old Trafford eftir leik liðanna þar á mánudagskvöldið.

Wenger sagði að gæði leiksins hafi ekki verið mikil þar sem að völlurinn hafi verið slæmur. Leikmenn hefðu gert mikið af einföldum mistökum.

„Ég held að völlurinn hafi ekkert haft að segja um það hvernig leikurinn fór," sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Við vorum bara betri."

„Það var ekkert að vellinum. Þessi ummæli komum öllum á óvart og ég held að það geti ekki nokkur maður kvartað undan vellinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×