Fótbolti

Nýja-Sjáland eina taplausa liðið úr leik - 60% vítanýting á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Shane Smeltz, leikmaður Nýja-Sjálands.
Shane Smeltz, leikmaður Nýja-Sjálands. AFP

Aðeins Nýja-Sjáland er dottið úr leik af þeim þremur liðum sem hafa ekki enn tapað leik á HM. Þetta er meðal þess sem Opta tölfræðiþjónustan greinir frá en Vísir tók saman nokkra skemmtilega punkta frá strákunum hjá Opta.

Hér eru punktarnir:

Bayern Munchen á flesta leikmenn eftir á HM (9). Barcelona á næst flesta (7).

Flestir leikmanna sem eftir eru á HM spila í þýsku úrvalsdeildinni (28).

Þjóðverjar hafa bestu skotnýtingu allra liða á HM (21%).

Aðeins hefur verið skorað úr 60% af vítaspyrnum HM til þessa.

Aldrei hefur undanúrslitaleik á HM lokið með 0-0 jafntefli.

Aðeins þrjú lið eru enn taplaus á HM, Holland, Úrugvæ og Nýja-Sjáland.

Alls ellefu af fimmtán skotum Spánverja, og öll fjögur skotin á markið, komu eftir að Cesc Fabregas kom inn á fyrir Fernando Torres gegn Paragvæ.

Aldrei áður hafa leikmenn klúðrað tveimur vítaspyrnum í sama leiknum á HM fyrr en í leik Spánar og Paragvæ.

Spánverjar höfðu skorað úr öllum 14 vítaspyrnum sínum í venjulegum leiktíma (semsagt fyrir vítaspyrnukeppnir) í sögu HM fyrir 2010 þar sem liðið hefur klúðrað tveimur spyrnum.

Þýskaland er fyrsta liðið til að skora fjögur mörk í þremur leikjum síðan Brasilía árið 1970.

Miroslav Klose hefur skorað þrjú mörk á HM, einu meira en á heilu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×