Villa tryggði Spánverjum sæti í undanúrslitum - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2010 20:21 Spánverjar fagna marki David Villa í kvöld. Nordic Photos / AFP David Villa var enn og aftur hetja Spánverja er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Paragvæ í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku. Markið kom undir lok leiksins en bæði lið misnotuðu vítaspyrnu í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Nelson Valdez náði þó að koma knettinum í netið fyrir Paragvæ en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Heldur lítið gerðist í spænsku sókninni og rataði ekkert skot á markið hjá Spánverjum. Síðari hálfleikur byrjaði líka rólega en það dró heldur betur til tíðinda á 57. mínútu. Paragvæ fékk þá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Upp úr henni braut Gerard Pique, varnarmaður Spánar, af sér þegar hann togaði niður Oscar Cardozo. Víti var dæmt og Cardozo tók vítið sjálfur. Iker Casillas greip hins vegar vítið frá honum og hélt Spánverjum þar með inn í leiknum. Strax í næstu sókn dró til tíðinda hinum megin á vellinum. David Villa komst þá í gegnum vörn Paragvæ en Antolin Alcaraz braut á honum og aftur var dæmt víti. Xabi Alonso tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Dómarinn dæmdi hins vegar vítið ólöglegt þar sem einn leikmaður Spánar var kominn inn í vítateiginn þegar að Alonso tók vítið. Alonso tók því vítið aftur og í þetta sinn varði Justo Villar, markvörður Paragvæ, frá honum á glæsilegan máta. Sannarlega ótrúleg atburðarrás á aðeins örfáum mínútum. Spánverjar héldu áfram að sækja eftir þetta og uppskáru loksins mark á 82. mínútu. Andres Iniesta átti góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á varamanninn Pedro sem skaut í stöngina. David Villa náði frákastinu og skoraði ótrúlegt mark - í stöngina, aftur í stöngina og svo inn. Undir lok leiksins fengu bæði lið færi til að skora. Fyrst komst Lucas Barrios í ágætt skotfæri en Casillas varði vel frá honum. Stuttu síðar fékk David Villa tækifæri til að gulltryggja Spánverjum sigurinn en þá varði Villar frá honum. Niðurstaðan því 1-0 sigur eftir afar dramatískan síðari hálfleik og mæta Spánverjar því Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudagskvöldið. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
David Villa var enn og aftur hetja Spánverja er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Paragvæ í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku. Markið kom undir lok leiksins en bæði lið misnotuðu vítaspyrnu í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Nelson Valdez náði þó að koma knettinum í netið fyrir Paragvæ en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Heldur lítið gerðist í spænsku sókninni og rataði ekkert skot á markið hjá Spánverjum. Síðari hálfleikur byrjaði líka rólega en það dró heldur betur til tíðinda á 57. mínútu. Paragvæ fékk þá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Upp úr henni braut Gerard Pique, varnarmaður Spánar, af sér þegar hann togaði niður Oscar Cardozo. Víti var dæmt og Cardozo tók vítið sjálfur. Iker Casillas greip hins vegar vítið frá honum og hélt Spánverjum þar með inn í leiknum. Strax í næstu sókn dró til tíðinda hinum megin á vellinum. David Villa komst þá í gegnum vörn Paragvæ en Antolin Alcaraz braut á honum og aftur var dæmt víti. Xabi Alonso tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Dómarinn dæmdi hins vegar vítið ólöglegt þar sem einn leikmaður Spánar var kominn inn í vítateiginn þegar að Alonso tók vítið. Alonso tók því vítið aftur og í þetta sinn varði Justo Villar, markvörður Paragvæ, frá honum á glæsilegan máta. Sannarlega ótrúleg atburðarrás á aðeins örfáum mínútum. Spánverjar héldu áfram að sækja eftir þetta og uppskáru loksins mark á 82. mínútu. Andres Iniesta átti góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á varamanninn Pedro sem skaut í stöngina. David Villa náði frákastinu og skoraði ótrúlegt mark - í stöngina, aftur í stöngina og svo inn. Undir lok leiksins fengu bæði lið færi til að skora. Fyrst komst Lucas Barrios í ágætt skotfæri en Casillas varði vel frá honum. Stuttu síðar fékk David Villa tækifæri til að gulltryggja Spánverjum sigurinn en þá varði Villar frá honum. Niðurstaðan því 1-0 sigur eftir afar dramatískan síðari hálfleik og mæta Spánverjar því Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudagskvöldið. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira