Nær Villa að skora í fimmta leiknum í röð? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2010 23:15 David Villa fagnar í kvöld. Nordic Photos / AFP Spánverjinn David Villa hefur skorað í fjórum leikjum í röð í úrslitakeppni HM og er nú markahæsti leikmaður keppninnar með alls fimm mörk. Hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Úrúgvæ í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku í dag. Hann hefur þar með jafnað markamet Emilio Butragueno sem skoraði einnig fimm mörk fyrir spænska landsliðið á HM í Mexíkó árið 1986. Villa á einnig möguleika á að jafna met þeirra Just Fontaine og Jairzinho sem skoruðu í sex leikjum í röð í úrslitakeppni HM á sínum tíma. Fontaine skoraði í sex leikjum í röð fyrir franska landsliðið á HM í Svíþjóð árið 1958. Þá skoraði hann alls þrettán mörk í einni og sömu keppninni en það met verður sennilega seint slegið. Jairzinho lék þennan leik eftir með landsliði Brasilíu árið 1970 og Villa getur nú bæst í þennan hóp með því að skora í undanúrslitunum gegn Þýskalandi og aftur um næstu helgi, annað hvort í úrslitaleiknum eða leiknum um þriðja sætið. Þjóðverjinn Miroslav Klose á einnig möguleika að jafna annað markamet í sögu heimsmeistarkeppninnar. Klose skoraði tvisvar í 4-0 sigri Þýskalands á Argentínu í dag og vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markamet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði alls fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á ferlinum. Þjóðverjarnir Klose og Gerd Müller eru nú saman í öðru sæti á þessum lista með fjórtán mörk en næstir koma þeir Fontaine með þrettán og Pele með tólf. Klose lék sinn 100. landsleik með Þýskalandi í dag og hélt upp á þann áfanga með viðeigandi hætti. Hann er fimmti maðurinn í sögu þýska landsliðsins sem nær svo mörgum leikjum með landsliðinu. Hinir eru Jürgen Kohler, Jürgen Klinsmann, Thomas Hässler og Lothar Matthäus. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Spánverjinn David Villa hefur skorað í fjórum leikjum í röð í úrslitakeppni HM og er nú markahæsti leikmaður keppninnar með alls fimm mörk. Hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Úrúgvæ í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku í dag. Hann hefur þar með jafnað markamet Emilio Butragueno sem skoraði einnig fimm mörk fyrir spænska landsliðið á HM í Mexíkó árið 1986. Villa á einnig möguleika á að jafna met þeirra Just Fontaine og Jairzinho sem skoruðu í sex leikjum í röð í úrslitakeppni HM á sínum tíma. Fontaine skoraði í sex leikjum í röð fyrir franska landsliðið á HM í Svíþjóð árið 1958. Þá skoraði hann alls þrettán mörk í einni og sömu keppninni en það met verður sennilega seint slegið. Jairzinho lék þennan leik eftir með landsliði Brasilíu árið 1970 og Villa getur nú bæst í þennan hóp með því að skora í undanúrslitunum gegn Þýskalandi og aftur um næstu helgi, annað hvort í úrslitaleiknum eða leiknum um þriðja sætið. Þjóðverjinn Miroslav Klose á einnig möguleika að jafna annað markamet í sögu heimsmeistarkeppninnar. Klose skoraði tvisvar í 4-0 sigri Þýskalands á Argentínu í dag og vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markamet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði alls fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á ferlinum. Þjóðverjarnir Klose og Gerd Müller eru nú saman í öðru sæti á þessum lista með fjórtán mörk en næstir koma þeir Fontaine með þrettán og Pele með tólf. Klose lék sinn 100. landsleik með Þýskalandi í dag og hélt upp á þann áfanga með viðeigandi hætti. Hann er fimmti maðurinn í sögu þýska landsliðsins sem nær svo mörgum leikjum með landsliðinu. Hinir eru Jürgen Kohler, Jürgen Klinsmann, Thomas Hässler og Lothar Matthäus.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira