Luiz Suarez segist hafa nú tekið við „hönd Guðs" eftir að hafa átt ríkan þátt í að koma Úrúgvæ í undanúrslit HM í Suður-Afríku.
Suarez varði boltann með höndunum á marklínu í uppbótartíma framlengingarinnar í leik Úrúgvæ og Gana í fjórðungsúrslitum HM í gær.
Víti var dæmt og Suarez fékk vitanlega að líta rauða spjaldið. Asamoah Gyan skaut hins vegar í slá og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Úrúgvæ hafði betur.
Diego Maradona sagðist hafa skorað með hönd Guðs þegar hann skoraði eitt frægasta mark allra tíma í leik gegn Englandi á HM í Mexíkó árið 1986.
„Þetta hefði þýtt endalok heimsmeistarakeppninnar fyrir okkur. Ég átti engra annarra kosta völ," sagði Suarez. „Það er ég sem á hönd Guðs núna."
„Ég gerði þetta svo að liðsfélagarnir mínir kæmust í vítaspyrnukeppnina. Það var svo mikil gleði þegar ég sá að Gyan misnotaði vítaspyrnuna."
Suarez: Ég á nú hönd Guðs
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
