Fótbolti

Suarez fékk eins leiks bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá atvikinu í gær.
Frá atvikinu í gær. Nordic Photos / AFP
Luis Suarez fékk aðeins eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Úrúgvæ og Gana í fjórðungsúrslitum HM í gær.

Suarez varði boltann með höndunum á marklínu í lok framlengingar leiksins. Víti var dæmt og Suarez fékk að líta rauða spjaldið.

Asamoah Gyan, leikmaður Gana, misnotaði hins vegar vítaspyrnuna. Úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni þar sem Úrúgvæ hafði betur.

Aganefnd FIFA hafði heimild til að dæma Suarez í lengra bann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar en úrskurðaði hann í aðeins eins leiks bann.

Hann missir því að undanúrslitaleik Úrúgvæja gegn Hollandi á þriðjudaginn en verður aftur gjaldgengur þegar liðið leikur annað hvort til úrslita eða um þriðja sætið um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×