Þjóðverjar niðurlægðu Maradona og félaga - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2010 15:48 Miroslav Klose skorar fyrra mark sitt í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Þýskaland er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku eftir sannfærandi 4-0 sigur á Argentínu í fjórðungsúrslitum í dag. Þeir Thomas Müller, Miroslav Klose og Arne Friedrich skoruðu mörk Þýskalands í dag en Klose skoraði tvívegis. Hafi einhver efast um að þýska liðið sé heimsmeistaraefni sýndu þeir þýsku í dag að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Þar með eru tvö af „heitustu" liðum keppninnar fallin úr leik - Argentína og Brasilía en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Hollandi í gær. Þýskalandi mætir annað hvort Evrópumeisturum Spánar eða Paragvæ í undanúrslitum en þessi lið eigast við í kvöld. Leikurinn byrjaði með miklum látum en fyrsta kom strax á fyrstu mínútu. Bastian Schweinsteiger tók aukaspyrnu vinstra megin á kantinum og gaf boltann fyrir markið. Þar náði Thomas Müller að skalla boltann framhjá Sergio Romero markverði þó svo að snertingin hafi ekki verið mikil hjá Müller. Argentínumenn reyndu að koma sér inn í leikinn eftir þetta en það reyndist þeim erfitt að vinna bug á þýsku vörninni auk þess sem að Þjóðverjar voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Klose komst nálægt því að skora annað mark Þjóðverja á 24. mínútu er hann skaut yfir mark Argentínu eftir laglegan undirbúning Müller. Lionel Messi sást varla í fyrri hálfleik en átti þó fáein skot að marki sem öll misstu marks. Argentínumenn sóttu nokkuð stíft undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. En allt kom fyrir ekki og á 68. mínútu tvöfölduðu Þjóðverjar forystu sína. Aftur var Müller í eldlínunni og átti hann sendingu á Lukas Podolski sem var kominn í frábært færi. En í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann fyrir á Klose sem þurfti bara að ýta honum yfir línuna af stuttu færi. Aðeins sex mínútum síðar gerði Þýskaland endanlega út um leikinn. Bastian Schweinsteiger náði að prjóna sig í gegnum vörnina og kom boltanum á Friedrich sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum af stuttu færi. Klose fullkomnaði niðurlægingu Argentínu í leiknum á 89. mínútu leiksins með hans fjórtánda marki í úrslitakeppni HM frá upphafi. Hann afgreiddi knöttinn laglega í netið eftir glæsilega fyrirgjöf Mesut Özil. Hann lék sinn 100. landsleik í dag og hélt með viðeigandi hætti upp á þann áfanga í dag. Honum vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markemet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á sínum ferli. Óhætt er að segja að Argentínumenn hafi verið vankaðir eftir mark Müller í upphafi leiksins en svo endanlega slegnir í rot um miðbik þess síðari. Lionel Messi náði því ekki að skora í Suður-Afríku en hann var bæði markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í vetur sem og Meistaradeildar Evrópu. Hann átti heldur slæman dag í dag Það bar þó skugga á sigur Þjóðverja því markahetjan Müller fékk sína aðra áminningu í keppninni í dag og verður þar með í banni í undanúrslitunum. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir liðnum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
Þýskaland er komið í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku eftir sannfærandi 4-0 sigur á Argentínu í fjórðungsúrslitum í dag. Þeir Thomas Müller, Miroslav Klose og Arne Friedrich skoruðu mörk Þýskalands í dag en Klose skoraði tvívegis. Hafi einhver efast um að þýska liðið sé heimsmeistaraefni sýndu þeir þýsku í dag að þeir geta unnið hvaða lið sem er. Þar með eru tvö af „heitustu" liðum keppninnar fallin úr leik - Argentína og Brasilía en síðarnefnda liðið tapaði fyrir Hollandi í gær. Þýskalandi mætir annað hvort Evrópumeisturum Spánar eða Paragvæ í undanúrslitum en þessi lið eigast við í kvöld. Leikurinn byrjaði með miklum látum en fyrsta kom strax á fyrstu mínútu. Bastian Schweinsteiger tók aukaspyrnu vinstra megin á kantinum og gaf boltann fyrir markið. Þar náði Thomas Müller að skalla boltann framhjá Sergio Romero markverði þó svo að snertingin hafi ekki verið mikil hjá Müller. Argentínumenn reyndu að koma sér inn í leikinn eftir þetta en það reyndist þeim erfitt að vinna bug á þýsku vörninni auk þess sem að Þjóðverjar voru stórhættulegir í skyndisóknum sínum. Klose komst nálægt því að skora annað mark Þjóðverja á 24. mínútu er hann skaut yfir mark Argentínu eftir laglegan undirbúning Müller. Lionel Messi sást varla í fyrri hálfleik en átti þó fáein skot að marki sem öll misstu marks. Argentínumenn sóttu nokkuð stíft undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. En allt kom fyrir ekki og á 68. mínútu tvöfölduðu Þjóðverjar forystu sína. Aftur var Müller í eldlínunni og átti hann sendingu á Lukas Podolski sem var kominn í frábært færi. En í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann fyrir á Klose sem þurfti bara að ýta honum yfir línuna af stuttu færi. Aðeins sex mínútum síðar gerði Þýskaland endanlega út um leikinn. Bastian Schweinsteiger náði að prjóna sig í gegnum vörnina og kom boltanum á Friedrich sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á ferlinum af stuttu færi. Klose fullkomnaði niðurlægingu Argentínu í leiknum á 89. mínútu leiksins með hans fjórtánda marki í úrslitakeppni HM frá upphafi. Hann afgreiddi knöttinn laglega í netið eftir glæsilega fyrirgjöf Mesut Özil. Hann lék sinn 100. landsleik í dag og hélt með viðeigandi hætti upp á þann áfanga í dag. Honum vantar nú aðeins eitt mark upp á að jafna markemet Brasilíumannsins Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk í úrslitakeppni HM á sínum ferli. Óhætt er að segja að Argentínumenn hafi verið vankaðir eftir mark Müller í upphafi leiksins en svo endanlega slegnir í rot um miðbik þess síðari. Lionel Messi náði því ekki að skora í Suður-Afríku en hann var bæði markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar í vetur sem og Meistaradeildar Evrópu. Hann átti heldur slæman dag í dag Það bar þó skugga á sigur Þjóðverja því markahetjan Müller fékk sína aðra áminningu í keppninni í dag og verður þar með í banni í undanúrslitunum. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir liðnum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira