Fótbolti

Bölvun Gullboltans ríkir enn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi grét eftir leikinn í dag.
Lionel Messi grét eftir leikinn í dag. Nordic Photos / AFP
Enginn handhafi Gullboltans svokallaða hefur orðið heimsmeistari. Það breytist ekki nú í ár.

Lionel Messi hlaut gullboltann seint á síðasta ári en hann féll í dag úr leik á HM í Suður-Afríku er Argentína tapaði, 4-0, fyrir Þýskalandi í fjórðungsúrslitum keppninnar. Gullboltann hlýtur knattspyrnumaður ársins í Evrópu að mati franska tímaritsins France Football.

Miklar væntingar voru bundnar við Messi í keppninni en hann náði ekki að skora í mótinu öllu þrátt fyrir að hafa átt samtals 29 marktilraunir í leikjunum fimm sem hann spilaði í.

Tapið í dag var stærsta tap Argentínu í úrslitakeppni HM í 36 ár eða síðan að liðið tapaði með sama mun fyrir Hollandi árið 1974.

Það er ýmislegt sem gefur til kynna að Þjóðverjar kynnu að verða heimsmeistarar í ár en þeir hafa aldrei þurft að bíða í meira en 20 ár eftir heimsmeistaratitli. Síðast varð Þýskaland heimsmeistari á HM í Ítalíu árið 1990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×