Enn þarf Hermann að bíða eftir launatékkanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2010 16:13 Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth hafa ekki fengið greidd laun um áramótin og þurfa að bíða að minnsta kosti til 5. janúar eftir þeim. Fjárhagsvandræði Portsmouth virðast engan endi ætla að taka en í vikunni var greint frá því að ensk skattayfirvöld hafa farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ef eigendum Portsmouoth tekst ekki að greiða úr skuldaflækju félagsins áður en febrúar er liðinn má gera ráð fyrir því að dagar félagsins í núverandi mynd verði taldir og félagið dæmt niður um deild. Portsmouth hefur einnig verið bannað að kaupa nýja leikmenn en félagið skuldar til að mynda franska félaginu Lens enn pening vegna kaupa þess á þeim Nadir Belhadj og Aruna Dindane. Félagið skuldar einnig Arsenal og Chelsea fyrir Lassana Diarra og Glen Johnson, þó svo að Diarra hafi verið seldur til Real Madrid og Johnson til Liverpool. Launagreiðslur til starfsmanna Portsmouth bárust einnig ekki á réttum tíma í september og nóvember en fram kom í yfirlýsingu frá félaginu í dag að félagið ætti von á að geta borgað laun á þriðjudaginn. Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Sjá meira
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth hafa ekki fengið greidd laun um áramótin og þurfa að bíða að minnsta kosti til 5. janúar eftir þeim. Fjárhagsvandræði Portsmouth virðast engan endi ætla að taka en í vikunni var greint frá því að ensk skattayfirvöld hafa farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ef eigendum Portsmouoth tekst ekki að greiða úr skuldaflækju félagsins áður en febrúar er liðinn má gera ráð fyrir því að dagar félagsins í núverandi mynd verði taldir og félagið dæmt niður um deild. Portsmouth hefur einnig verið bannað að kaupa nýja leikmenn en félagið skuldar til að mynda franska félaginu Lens enn pening vegna kaupa þess á þeim Nadir Belhadj og Aruna Dindane. Félagið skuldar einnig Arsenal og Chelsea fyrir Lassana Diarra og Glen Johnson, þó svo að Diarra hafi verið seldur til Real Madrid og Johnson til Liverpool. Launagreiðslur til starfsmanna Portsmouth bárust einnig ekki á réttum tíma í september og nóvember en fram kom í yfirlýsingu frá félaginu í dag að félagið ætti von á að geta borgað laun á þriðjudaginn.
Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Sjá meira