Enski boltinn

Anderson hjá Man. Utd til 2015

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það komu nokkuð óvænt tíðindi úr herbúðum Man. Utd í dag þegar tilkynnt var að félagið hefði framlengt við brasilíska miðjumanninn Anderson til ársins 2015.

Það er búið að orða Anderson við brottför frá félaginu í allan vetur og jafnvel búist við því að hann færi í janúar. Á meðal þeirra liða sem vildu fá hann voru Lyon og Panathinaikos.

Þessi 22 ára miðjumaður hefur aftur á móti minnt hraustlega á sig í undanförnum leikjum og það virðist hafa skilað honum nýjum samningi.

Anderson meiddist illa síðasta febrúar og er himinlifandi með nýja samninginn.

"Þetta er besta félag heims og ég vil þakka öllum hér fyrir stuðninginn á liðnum árum," sagði Anderson sem kom til United frá Porto árið 2007 en hann er aðeins 22 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×