Enski boltinn

Fjórum leikjum frestað í ensku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson og Steven Gerrard fá frí í dag.
Roy Hodgson og Steven Gerrard fá frí í dag. Nordic Photos / Getty Images

Ákveðið hefur verið að fresta þremur leikjum sem áttu að fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag vegna veðurs, þar af viðureign Liverpool og Fulham.

Leik Birmingham og Newcastle hefur verið frestað, sem og viðureign Wigan gegn Aston Villa.

Mikil snjókoma var á Bretlandi í nótt og þó svo að vellirnir hjá liðum ensku úrvalsdeildarinnar séu upphitaðir er ekki talið óhætt fyrir stuðningsmenn að koma sér á völlinn.

Fjölda leikja hefur verið frestað á Bretlandseyjum í dag, þar af þremur í ensku B-deildinni þegar þetta er ritað.

Aðeins einn leikur er enn á dagskrá í ensku C- og D-deildunum en það er viðureign Exeter og Sheffield Wednesday í C-deildinni.

Fjórum leikjum hefur verið frestað í skosku úrvalsdeildinni en enn stendur til að láta leiki Hearts og Inverness CT annars vegar og hins vegar Kilmarnock og Hibernian fara fram.

Uppfært: Leik Arsenal og Stoke hefur einnig verið frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×