Fótbolti

Ronaldinho verður valinn í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eftir ansi langa fjarveru er brasilíski snillingurinn Ronaldinho aftur á leið í brasilíska landsliðið.

Dunga var aldrei spenntur fyrir því að velja Ronaldinho, sama hvernig hann spilaði. Nýi landsliðsþjálfarinn, Mano Menezes, ætlar aftur á móti að gefa honum tækifæri.

"Ég held ég muni kalla á Ronaldinho. Ég hef verið að sjá hann spila vel og aðlagast sínu nýja hlutverki vel," sagði Menezes.

Hann mun líklega einnig velja Hernanes, leikmann Lazio, í liðið en hann er að spila mjög vel í ítalska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×