Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 07:40 Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra og Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra voru til svara á blaðamannafundi vegna dularfulls drónaflugs við flugvelli í Danmörku. AP/Emil Helms Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira