Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 15:11 Jón Pétur fór hörum orðum um frammistöðu Guðmundar Inga í Kastljósi. Samsett Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fer afar hörðum orðum um áform mennta- og barnamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig í þágu framhaldsskóla. Hann segir ráðherrann skorta þekkingu á sínum eigin áformum og líkir þingmálaskrá hans við eyðimörk. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Guðmund Inga Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra harðlega í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður af þáttastjórnanda útvarpsþáttarins hvort hann teldi Guðmund Inga ekki hæfan til að gegna embættinu gat Jón Pétur ekki tekið undir en sagði ráðherrann gæta bætt sig til muna. „Hann hefur rosalega mikla innistæðu til að bæta sig, hann getur bætt sig verulega. Ég er búinn að segja það mjög lengi,“ segir Jón Pétur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann tjáði sig fyrst um málið í skoðanagrein á Vísi. Til umræðu voru áform menntamálaráðherra um að koma á laggirnar nýju stjórnsýslustigi fyrir framhaldsskóla landsins. Með því eigi að stofna fjórar til sex svæðisskrifstofur um land allt sem eiga að sinna stjórnsýslu og þjónustu fyrir hönd framhaldsskólanna. „Þær [áætlanirnar] eru vægast sagt furðulegar og koma einhvern veginn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þær eru ekki fallnar til þess að styrkja þetta stig framhaldsskólanna heldur veikja að mínu mati,“ segir Jón Pétur. Vegna áformanna mætti Guðmundur Ingi á mánudagskvöld í Kastljós á RÚV til að ræða málin. Jón Pétur segir Guðmund hafa enga þekkingu á málinu. Hann hafi verið settur í vonda stöðu í viðtalinu. „Það var vandræðalegt og erfitt að horfa á þetta viðtal í Kastljósinu og skildi fólk held ég í meiri reyk og tómarúmi,“ segir hann. Ekki hægt að leysa vandamálin í fjarlægum skrifstofum „Stundum eru hlutir sem hljóma vel en virka ekki, það er nú þegar búið að reyna þetta,“ segir Jón Pétur. Þar vísar hann í stofnun þjónustumiðstöðva í Reykjavíkurborg fyrir grunnskóla borgarinnar. Það hafi ekki virkað og fært nemendurna fjær aðstoð sem þeir þurftu á að halda. Hann segir að leysa verði mál í skólunum sjálfum, ekki fjarlægum skrifstofum. „Ef það á að gera eitthvað í þessu, sem verður að gera, þá verður að styrkja hvern og einn framhaldsskóla fyrir sig. Vissulega kostar það meiri pening en þetta lyktar allt af einhverjum skyndilausnum og ákveðnum niðurskurði að vera með svona miðlægar skrifstofur. Skólar sem eru í hundruðum kílómetra frá svona skrifstofu, hvernig eiga þeir að geta nýtt sér raunþjónustu við nemendur sína?“ spyr Jón Pétur. Jón Pétur starfaði áður sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Miðað við þá reynslu segist hann ekki hafa viljað starfa sem skólastjóri án þess að hafa góða yfirsýn yfir fjármál skólans en áform ráðherra leggja til að útvista fjármálunum til svæðisskrifstofanna. Færri mál á borði menntamálaráðherra Til að bæta slæma stöðu í menntamálum segir Jón Pétur að nauðsynlegt sé að fjölga starfsfólki. Yfirvöld hafi efni á því ef menntamálin yrðu sett ofar í forgangsröðuninni. Hann gagnrýnir harðlega fjölda frumvarpa sem menntamálaráðherra hyggst leggja fram á þingvetrinum. „Við sjáum hvernig þessi ríkisstjórn forgangsraðar menntun, það eru tvö ný frumvörp um menntamál á tíu mánaða þingi á meðan öll hin virku ráðuneytin eru með tíu til fimmtán frumvörp,“ segir Jón Pétur. „Þingmálaskrá í menntamálaráðuneytinu er eins og eyðimörk.“ Vert er að taka fram að við nánari athugun á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hyggst mennta- og barnamálaráðherra leggja fram sjö frumvörp. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram flest eða alls 24 frumvörp til laga. Kristrún Frostadóttir er með sex frumvörp til laga á sinni könnu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ellefu. Sjá nánar: Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Þá segir hann að almennt séu markmið og áætlanir mennta- og barnamálaráðuneytisins óskýr og fullar af þversögnum. „Það er sagt að við þurfum miðstýringu, engu eigi að breyta og svo viljum við fjölbreytileika og sérhæfingu. Það eru svo miklar þversagnir í þessu,“ segir Jón Pétur. „Þetta er eins og vont trúðaleikrit.“ Skóla- og menntamál Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Framhaldsskólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Guðmund Inga Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra harðlega í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður af þáttastjórnanda útvarpsþáttarins hvort hann teldi Guðmund Inga ekki hæfan til að gegna embættinu gat Jón Pétur ekki tekið undir en sagði ráðherrann gæta bætt sig til muna. „Hann hefur rosalega mikla innistæðu til að bæta sig, hann getur bætt sig verulega. Ég er búinn að segja það mjög lengi,“ segir Jón Pétur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann tjáði sig fyrst um málið í skoðanagrein á Vísi. Til umræðu voru áform menntamálaráðherra um að koma á laggirnar nýju stjórnsýslustigi fyrir framhaldsskóla landsins. Með því eigi að stofna fjórar til sex svæðisskrifstofur um land allt sem eiga að sinna stjórnsýslu og þjónustu fyrir hönd framhaldsskólanna. „Þær [áætlanirnar] eru vægast sagt furðulegar og koma einhvern veginn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þær eru ekki fallnar til þess að styrkja þetta stig framhaldsskólanna heldur veikja að mínu mati,“ segir Jón Pétur. Vegna áformanna mætti Guðmundur Ingi á mánudagskvöld í Kastljós á RÚV til að ræða málin. Jón Pétur segir Guðmund hafa enga þekkingu á málinu. Hann hafi verið settur í vonda stöðu í viðtalinu. „Það var vandræðalegt og erfitt að horfa á þetta viðtal í Kastljósinu og skildi fólk held ég í meiri reyk og tómarúmi,“ segir hann. Ekki hægt að leysa vandamálin í fjarlægum skrifstofum „Stundum eru hlutir sem hljóma vel en virka ekki, það er nú þegar búið að reyna þetta,“ segir Jón Pétur. Þar vísar hann í stofnun þjónustumiðstöðva í Reykjavíkurborg fyrir grunnskóla borgarinnar. Það hafi ekki virkað og fært nemendurna fjær aðstoð sem þeir þurftu á að halda. Hann segir að leysa verði mál í skólunum sjálfum, ekki fjarlægum skrifstofum. „Ef það á að gera eitthvað í þessu, sem verður að gera, þá verður að styrkja hvern og einn framhaldsskóla fyrir sig. Vissulega kostar það meiri pening en þetta lyktar allt af einhverjum skyndilausnum og ákveðnum niðurskurði að vera með svona miðlægar skrifstofur. Skólar sem eru í hundruðum kílómetra frá svona skrifstofu, hvernig eiga þeir að geta nýtt sér raunþjónustu við nemendur sína?“ spyr Jón Pétur. Jón Pétur starfaði áður sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Miðað við þá reynslu segist hann ekki hafa viljað starfa sem skólastjóri án þess að hafa góða yfirsýn yfir fjármál skólans en áform ráðherra leggja til að útvista fjármálunum til svæðisskrifstofanna. Færri mál á borði menntamálaráðherra Til að bæta slæma stöðu í menntamálum segir Jón Pétur að nauðsynlegt sé að fjölga starfsfólki. Yfirvöld hafi efni á því ef menntamálin yrðu sett ofar í forgangsröðuninni. Hann gagnrýnir harðlega fjölda frumvarpa sem menntamálaráðherra hyggst leggja fram á þingvetrinum. „Við sjáum hvernig þessi ríkisstjórn forgangsraðar menntun, það eru tvö ný frumvörp um menntamál á tíu mánaða þingi á meðan öll hin virku ráðuneytin eru með tíu til fimmtán frumvörp,“ segir Jón Pétur. „Þingmálaskrá í menntamálaráðuneytinu er eins og eyðimörk.“ Vert er að taka fram að við nánari athugun á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hyggst mennta- og barnamálaráðherra leggja fram sjö frumvörp. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram flest eða alls 24 frumvörp til laga. Kristrún Frostadóttir er með sex frumvörp til laga á sinni könnu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ellefu. Sjá nánar: Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Þá segir hann að almennt séu markmið og áætlanir mennta- og barnamálaráðuneytisins óskýr og fullar af þversögnum. „Það er sagt að við þurfum miðstýringu, engu eigi að breyta og svo viljum við fjölbreytileika og sérhæfingu. Það eru svo miklar þversagnir í þessu,“ segir Jón Pétur. „Þetta er eins og vont trúðaleikrit.“
Skóla- og menntamál Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Framhaldsskólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira