Hinn árlega sólstöðuganga í Reykjavík verður farin á mánudaginn en þá eru sumarsólstöður, sem er lengsti dagur ársins.
Þetta er 26. sólstöðugangan í Reykjavík og nágrenni. Eins og undanfarin ár verður gengin stór hringur um Öskjuhlíð. Lagt verður lagt af stað klukkan átta um kvöldið frá hitaveitugeymunum undir Perlunni, segir í tilkynningu.
Farið verður um skógarstíg vestan í hlíðinni og niður að Fossvogi, síðan inn með voginum og um Fossvogskirkjugarð, og þaðan sem leið liggur stóran sveig upp að Perlunni þar sem göngunni lýkur um klukkan 10:30.
Þetta er róleg tveggja og hálfs tíma ganga þar sem staldrað verður við öðru hverju og hlýtt á fróðleik um náttúru og sögu Öskjuhlíðar. Sólstöðugangan hefur verið kölluð "meðmælaganga með lífinu og menningunni". Undanfarið hafa um 100 manns tekið þátt í göngunni, segir í tilkynningu.
Allir eru velkomnir.
Árleg sólstöðuganga í Reykjavík
