Erlent

Ólíkleg morðkvendi

Óli Tynes skrifar
Jihad Jamie heitir Jamaie Paulin-Ramirez. Hún er hére með syni sínum Christian.
Jihad Jamie heitir Jamaie Paulin-Ramirez. Hún er hére með syni sínum Christian. Mynd/AP

Það hefur vakið nokkra undrun að meðal fólks sem hefur verið handtekið fyrir að ætla að myrða sænskan listamann voru tvær að því er virtist venjulegar bandarískar húsmæður.

Ástæðan fyrir því að þær vildu myrða Lars Vilks var sú að hann hafði teiknað spámanninn Múhameð með skrokk af hundi.

Konurnar hafa fengið viðurnefnin Jihad Jane og Jihad Jamie. Þær voru handteknar ásamt nokkrum karlmönnum á Írlandi.

Á meðfylgjandi mynd er Jihad Jamie. Hún heitir réttu nafni Jamie Paulin-Ramirez og er nemi í hjúkrunarfræði.

Báðar konurnar eru ljóshærðar og bláeygar. Þær eru sagðar einmana og vinafáar sálir sem hafi ánetjast öfgahreyfingum á netinu.

Hrollur hefur farið um leyniþjónustur á Vesturlöndum vegna þessara kvenna. Ljóshærðar bláeygar vestrænar konur eru ekki beint það sem verið er að leita að þegar svipast er um eftir hryðjuverkamönnum.

Þær eru í ákjósanlegri aðstöðu til að komast inn bakdyramegin, ef svo má að orði komast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×