Fótbolti

Gana á spjöld sögunnar í kvöld?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
AFP
Gana getur komist á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslit í heimsmeistarakeppni. Til þess þarf liðið að hafa betur gegn Úrúgvæ í fjórðungsúrslitunum í kvöld. Úrúgvæ komst síðast í undan úrslit á HM árið 1970 en liðið varð heimsmeistari árin 1930 og 1950. Úrúgvæ hefur enn ekki tapað leik á mótinu en liðið varð í efsta sæti A-riðils og sló út Suður-Kóreu í 16 liða úrslitunum. Gana er eina Afríkuliðið sem komst í útsláttarkeppnina og það er í annað skiptið í röð sem það gerist. Það hefur aldrei fyrr komist í fjórðungsúrslitin. Leikurinn hefst klukkan 18.30 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×