Fótbolti

Leikmannasamtökin vilja að HM í Katar fari fram um vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katarmenn fögnuðu vel þegar þeir fengu HM 2022.
Katarmenn fögnuðu vel þegar þeir fengu HM 2022. Mynd/AFP
Leikmannasamtök atvinnufótboltamanna eru á því að HM í fótbolta sem fram fer í Katar árið 2022 eigi að fara fram um vetur til þess að sleppa við eyðimerkurhitann sem fer stundum yfir 50 gráður á selsíus í Katar á sumrin.

Ferðamönnum er ráðlagt að koma ekki til Katar yfir sumarmánuðina og heimamenn streyma frá landinu á þessum tíma til þess að sleppa við eyðurmerkuraðstæðurnar þar enda er meðalhitinn í júní og júlí í kringum 41 gráðu á selsíus.

Það er því ekki sniðugt að mati samtakanna að leikmenn séu að spila marga af mikilvægustu fótboltaleikjum ferilsins við þessar erfiðu og jafnvel lífshættulegu aðstæður.

Sepp Blatter, forseti FIFA, sagðist á dögunum styðja þá hugmynd að færa heimsmeistarakeppnina fram í janúar eða febrúar en það myndi þýða mikla uppstokkun á keppnistímabilinu í evrópskum fótbolta.

Katar hafði betur í keppni við Bandaríkin, Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu um að fá að halda heimsmeistarakeppnina eftir tólf ár um forráðamenn umsóknar Katarmanna lofuðu því að leikvellir og svæði í kringum þá yrðu kæld niður með nýjustu tækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×