Enski boltinn

Fabregas: Wilshere verður stórstjarna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hinn átján ára Jack Wilshere á framtíðina fyrir sér í boltanum.
Hinn átján ára Jack Wilshere á framtíðina fyrir sér í boltanum.

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, er ekki í vafa um að Jack Wilshere muni verða stórtstjarna. Fabregas getur ekki leikið með Arsenal gegn Chelsea í dag og er talið að Wilshere geti fengið tækifærið.

„Ég man eftir því að það var sagt um mig þegar ég var 18 ára að ég spilaði eins og ég væri 27 ára. Ég skildi ekki hvað þeir voru að tala um á þeim tíma en þegar ég sé Jack skil ég þetta. Hann leikur með sama hætti," segir Fabregas.

„Hann hefur ótrúlega hæfileika og er framtíðarleikmaður enska landsliðsins. Hann mun gera góða hluti í framtíðinni, ég er fullviss um það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×