Enski boltinn

Redknapp: Keane mun snúa aftur til Tottenham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham er sannfærður um að írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane sem félagið lánaði til Celtic á lokadegi félagsskiptagluggans í gær muni snúa aftur til Lundúnafélagsins að lánstímanum loknum.

Redknapp kveðst hins vegar vel hafa skilið af hverju leikmaðurinn vildi fara á láni til Celtic.

„Ég hef ekki trú á því að hann verði þarna fram yfir fyrirhugaðann lánstíma þar sem ég sé ekki fyrir mér að Celtic ráði við að borga slíka upphæð. Ég skil hins vegar vel af hverju Robbie vildi fara því hann var ekki að spila reglulega hjá okkur og hann er ekki þannig leikmaður að hann sætti sig við að sitja bara á rassinum og taka við launaseðlinum.

Celtic er líka hans lið og ég vildi því ekki koma í veg fyrir að hann myndi fá þessi félagaskipti í gegn," segir Redknapp í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×