Enski boltinn

Ragnhildur Steinunn sögð kona Eiðs Smára á vef Sky Sports

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Umfjöllunin á vef Sky Sports.
Umfjöllunin á vef Sky Sports.
Í umfjöllun fréttavefs Sky Sports er sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sögð vera unnusta Eiðs Smára Guðjohnsen.

Þetta birtist í umfjöllun Sky Sports um eiginkonur og kærustur leikmanna í ensku úrvalsdeildinni (e. wives and girlfriends eða WAG). Þar er Ragnhildur Steinunn fulltrúi Stoke, félagsins sem Eiður Smári er á mála hjá.

Þetta er vitanlega ekki rétt. Unnusta Eiðs Smára heitir vissulega Ragnhildur en er Sveinsdóttir.

Ragnhildur Sveinsdóttir er Eiður Smári var valinn íþróttamaður ársins árið 2004.Mynd/Fréttablaðið
Ragnhildur Steinunn er þó sannarlega unnusta fótboltamanns en maður hennar er Keflvíkingurinn Haukur Ingi Guðnason - sem væntanlega er ekkert allt of kátur með umfjöllun Sky.

Umfjöllunina má lesa hér. Myndina sem Sky notaði af Ragnhildi Steinunni má sjá á kvikmyndavefnum imdb.com, hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×