Fótbolti

Owen vill enn spila með enska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Nordic Photos / Getty Images

Michael Owen segist enn gefa kost á sér í enska landsliðið og vonast til þess að Fabio Capello gefi honum tækfæri í næstu undankeppni.

Capello hefur aldrei valið Owen í landsliðið en meiðsli gerðu út um vonir hans um að komast á HM í Suður-Afríku.

Owen hefur alls skorað 40 mörk fyrir enska landsliðið og vantar aðeins níu mörk upp á að jafna markamet Bobby Charlton.

„Ég missti af þessu móti vegna meiðsla og það er því önnur saga hvort ég hefði verið valinn eða ekki hefði ég verið heill," sagði Owen við enska fjölmiðla.

„En ég er ekki hættur að gefa kost á mér í landsliðið. Ef ég verð valinn þá mun ég svara því kalli," bætti hann við.

Owen er nú á mála hjá Manchester United og stefnir á að taka þátt í undirbúningstímabilinu af fullum krafti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×