Erlent

Lét lífið þegar tré féll á hann

Rúmlega sextugur danskur karlmaður lést seinnipartinn í gær þegar tré sem hann var að saga niður féll ofan á hann, að fram kemur á vef Berlingske Tidende. Maðurinn var við annan mann að fella niður nokkur tré norðarlega á Jótlandsskaga þegar atvikið varð en hann hlaut slæma höfuðáverka. Að sögn lögreglu lést maðurinn samstundis þrátt fyrir að hann væri með hjálm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×