Erlent

Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ryan Routh á langan sakaferil að baki og reyndi árangurslaust að komast í úkraínska herinn.
Ryan Routh á langan sakaferil að baki og reyndi árangurslaust að komast í úkraínska herinn. AP/Hédi Aouidj

Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra.

Routh kaus að vera ekki með lögmann í réttarhöldunum og varði sig sjálfur. Hann var í dag fundinn sekur af öllum fimm ákæruliðum og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að reyna að myrða forsetaframbjóðanda og fyrir að ráðast á meðlim leyniþjónustunnar í Bandaríkjunum.

Saksóknarar sögðu við réttarhöldin að Routh hafi keypt sér vopn og rannsakað ferðir Trump í þeim tilgangi að myrða hann. Þeir sögðu hann hafa farið að golfvellinum sautján sinnum.

Tilraun hans var gerð aðeins níu vikum eftir að hann lifði af aðra árás á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu. Þar skaut Thomas Crooks átta sinnum að honum með þeim afleiðingum að ein byssukúlan straukst við eyra hans.


Tengdar fréttir

„Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt

Maður sem var með tvö skotvopn og fjölmörg vegabréf í fórum sínum var handtekinn á kosningafundi Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Coachella-dal í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum í gær. 

Sonur til­ræðis­mannsins hand­tekinn vegna barna­níðs­efnis

Oran Routh, sonur Ryan Routh, sem grunaður er um að hafa ætlað að bana Donald Trump á dögunum, var handtekinn í dag. Hann er grunaður um vörslu barnaníðsefni og var handtekinn í kjölfar leitar sem gerð var á heimili hans í Norður-Karólínu.

Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu

Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×