Enski boltinn

Grétar Rafn á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson fagnar marki í leik með Bolton gegn Tottenham fyrr í haust.
Grétar Rafn Steinsson fagnar marki í leik með Bolton gegn Tottenham fyrr í haust. Nordic Photos / Getty Images
Grétar Rafn er á bekknum hjá Bolton sem mætir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 12.45.

Grétar Rafn hefur staðið sig vel með Bolton í haust en missti sæti sitt í byrjunarliðinu vegna meiðsla í síðasta mánuði.

Grétar spilaði síðast í 1-1 jafntefli gegn Everton þann 10. nóvember en hefur verið ónotaður varamaður í síðustu fjórum leikjum Bolton.

Bolton hefur aðeins tapað einum af þessum fjórum leikjum, 1-0 gegn Manchester City. Liðið vann Blackburn um síðustu helgi, 2-1.

Viðureign Sunderland og Bolton var ekki frestað vegna veðurs í dag eins og svo mörgum öðrum íþróttaviðburðum víða um Bretlandseyjar í dag. Alls hefur verið meira en 50 knattspyrnuleikjum frestað, þar af fjórum í ensku úrvalsdeildinni.

Viðureign Blackburn og West Ham á að hefjast klukkan 15.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×