Enski boltinn

Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Joe Cole fagna marki saman i síðasta sigri Chelsea á Old Trafford.
Eiður Smári Guðjohnsen og Joe Cole fagna marki saman i síðasta sigri Chelsea á Old Trafford. Mynd/Getty Images
Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna.

Chelsea hefur ekki unnið deildarleik á Old Trafford síðan 10. maí 2005 þegar liðið vann 3-1 sigur. Ruud Van Nistelrooy kom United eftir sjö mínútna leik en Portúgalinn Tiago jafnaði metin níu mínútum síðar með glæsiskoti af um 25 metra færi.

Eiður Smári Guðjohnsen kom síðan Chelsea yfir í seinni hálfleiknum þegar hann slapp inn fyrir vörn United og vippaði boltanum snyrtilega yfir Roy Carroll í marki United. Joe Cole innsiglaði síðan sigurinn.

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði alls þrisvar sinum fyrir Chelsea á Old Trafford og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri mörk á Old Trafford á þessari öld.



Síðustu deildarleikir Manchester United og Chelsea á Old Trafford:


11. janúar 2009

Manchester United-Chelsea 3-0

Mörkin: Vidic, Rooney, Berbatov

23. september 2007

Manchester United-Chelsea 2-0

Mörkin: Tevez, Saha

26.nóvember 2006

Manchester United-Chelsea 1-1

Mörkin: Saha - Carvalho

6. nóvember 2005

Manchester United-Chelsea 1-0

Markið: Fletcher

10. maí 2005

Manchester United-Chelsea 1-3

Mörkin: Van Nistelrooy - Tiago, Eiður Smári Guðjohnsen, Cole

8. maí 2004

Manchester United-Chelsea 1-1

Mörkin: Van Nistelrooy - Gronkjaer

18. janúar 2003

Manchester United-Chelsea 2-1

Mörkin: Scholes, Forlan - Eiður Smári Guðjohnsen

1. desember 2001

Manchester United-Chelsea 0-3

Mörkin: Melchiot, Hasselbaink, Eiður Smári Guðjohnsen






Fleiri fréttir

Sjá meira


×