Fótbolti

56 ára gamall þjálfari spilaði í úrvalsdeildinni í Hvíta Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jafnaldri Loga Ólafssonar er enn að spila í Hvíta-Rússlandi.
Jafnaldri Loga Ólafssonar er enn að spila í Hvíta-Rússlandi.
Hinn 56 ára gamli Yuri Pudyshev komst í sviðsljósið um helgina þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Dinamo Brest þegar liðið mætti Íslandsvinunum í BATE Borisov.

Pudyshev er aðstoðarþjálfari liðsins en var sendur inn á völlinni undir lokin og að sjálfsögðu spilaði hann í treyju númer 56. Hann fékk dynjandi lófatak frá stuðningsmönnum þegar hann hljóp inn á völlinn og þrátt fyrir stuttan spilatíma þá var hann valinn maður leiksins hjá Knattspyrnusambandi Hvít-Rússa.

Innkoma Pudyshev kom þó ekki í veg fyrir að Dinamo Brest liðið tapaði leiknum 0-2 á móti BATE Borisov en BATE-liðið er gríðarlega sterkt eins og FH-ingar fengu að kynnast í forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar.

Pudyshev lék á sínum tíma með Dinamo Minsk og varð meðal annars sovétskur meistari með félaginu árið 1982. Þetta er í þriðja árið í röð sem hann kemur við sögu hjá Dinamo Brest en hann lék einnig fyrir liðið 54 og 55 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×