Fótbolti

Michel Platini: Xavi ætti að fá Gullboltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi Hernandez og Lionel Messi.
Xavi Hernandez og Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michel Platini, forseti UEFA, segir að Spánverjinn Xavi Hernandez ætti að fá Gullboltann sem besti knattspyrnumaður ársins í heimnum en flestir fótboltaspekingar eru á því að Xavi mun berjast um hnossið við þá Andres Iniesta og Wesley Sneijder.

„Gullboltinn? Það eru nokkrir leikmenn sem eiga möguleika á að vinna hann í ár. Messi hefur verið öflugur og Ronaldo líka," segir Platini í viðtali við Sky Sport á Ítalíu.

„Fyrir tveimur árum kaus ég Ronaldo og í fyrra kaus ég Messi. Að þessu sinni myndi ég kjósa Xavi af því að hann vann HM," sagði Platini.

„Ef ég ætti að velja á milli Xavi, Iniesta og Sniejder þá á Xavi að mínu mati skilið að fá Gullboltann af því að hann vann HM með Spáni og spænska meistaratitilinn með Barcelona," sagði Platini en Frakkinn gleymdi kannski að Iniesta náði sama árangri og skoraði meðal annars sigurmarkið í úrsltialeiknum á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×