Enski boltinn

Wenger vill meiri vernd fyrir leikmenn sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið duglegur að minna dómara á að vernda leikmenn sína meira. Leikmenn hans hafa í tvígang fótbrotnað illa og Abou Diaby var heppinn að lenda ekki í því sama um síðustu helgi.

"Ég hef ekki næg völd. Það eru dómararnir sem hafa völdin. Ég hef horft á þessa tæklingu svona tíu sinnum og hún er mjög ljót. Diaby varð reiður og hefði getað farið af velli fyrir að bregðast illa við. Tæklingin var skelfileg," sagði Wenger.

"Ég get ekki verndað leikmennina. Knattspyrnusambandið á að sjá til þess að leikmenn fái þá vörn sem þeir eiga skilið. Ég veit ekki hvort þeir taka mig alvarlega. Ég kann að meta leikmenn sem leggja sig fram. Ég þoli ekki menn sem hoppa upp úr tæklingum. Menn verða samt að geta treyst því að hinir tækli heiðarlega svo ekki fari illa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×