Fótbolti

Maradona: Var kallaður hálfviti en er núna orðinn frábær

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Maradona er ánægður með að fá loksins það hrós sem að hans mati er verðskuldað. Fáir höfðu trú á Maradona á HM en hann hefur leitt Argentínu í 8 liða úrslitin og liðið hefur spilað vel.

„Ég er mjög stoltur núna. Margir sögðu að ég væri hálfviti eftir undankeppnina en núna eftir fjóra leiki á HM að ég sé frábær," sagði Maradona.

„Það er hrein fegurð að fá að vera með leikmönnunum og hópnum," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×