Innlent

Ein hjúskaparlög taka gildi í dag

Ein hjúskaparlög í landinu taka gildi í dag, en Alþingi samþykkti lög þess efnis ellefta júní síðastliðinn. Einkum er um réttarbót fyrir samkynhneigða að ræða, en þeir hafa fram að þessu ekki mátt ganga í hjúskap, heldur í staðfesta samvist. Það er ástæða þess að lögin taka gildi í dag, á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra.

Með nýju lögunum gilda því ein lög um öll sambúðarform tveggja einstaklinga. Einstaklingar í staðfestri samvist geta jafnframt fengið sambúð sína viðurkennda sem hjúskap. Í kvöld boða Samtökin 78 til Regnbogamessu í Fríkirkjunni til að fagna áfanganum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×