Íslenski boltinn

Einkunnir leikmanna á Boltavaktinni

Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Keflavíkur, í leik liðsins gegn Breiðablik í kvöld.
Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Keflavíkur, í leik liðsins gegn Breiðablik í kvöld. Mynd/Valli

Fimm leikir fóru fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld og er hægt að sjá einkunnir allra leikmanna sem voru í eldlínunni á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Sem fyrr er umfjöllun Vísis um leiki deildarinnar ítarleg og má sjá bæði umfjallanir um leiki kvöldsins og viðtöl við þjálfar og leikmenn á vefnum nú í kvöld.

Beinar lýsingar voru frá leikjunum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins á meðan leikjunum stóð. Nú er boðið upp á þá nýbreytni að sjá má einkunnir leikmanna á sjálfri Boltavaktinni með því að smella á "sýna liðsskipan".

Sem fyrr má sjá tölfræði og einkunnir leikjanna í umfjöllun leikjanna.

Lýsing Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins frá leikjum kvöldsins:

19.15: Breiðablik - Keflavík

19.15: KR - Haukar

19.15: Stjarnan - Grindavík

19.15: Selfoss - Fylkir

20.00: Fram - ÍBV







Tengdar fréttir

Umfjöllun: Fylkir eyðilagði partýið á Selfossi

Það var mikil stemning á gervigrasinu á Selfossi í kvöld er fyrsti úrvalsdeildarleikurinn í fótbolta var spilaður í bænum. Áhorfendur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra strax frá upphafi. Það dugði ekki til því Fylkir vann leikinn, 1-3.

Umfjöllun: Framsigur án glæsibrags

Framarar fengu sannkallaða óskabyrjun á Íslandsmótinu en þeir unnu ÍBV 2-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig hjá Eyjamönnum að komast í bæinn og leikur þeirra gegn Fram var einnig langt frá því vandræðalaus.

Umfjöllun: Haukarnir stálu stigi í Vesturbænum

Haukar fóru í Vesturbæinn og nældu sér í gott stig í kvöld er liðið gerði, 2-2, jafntefli við KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. KR-ingar virtust hafa leikinn í hendi sér en gestirnir vöknuðu undir lokin og stálu stigi.

Umfjöllun: Keflvíkingar byrja vel

Keflvíkingar byrja vel undir stjórn Willums Þórs Þórssonar því þeir unnu 1-0 sigur á Blikum á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi-deild karla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×