Fótbolti

Van Persie ekki alvarlega meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Persie í leiknum gegn Brasilíu.
Van Persie í leiknum gegn Brasilíu. Nordic Photos / AFP
Meiðsli Robin van Persie á olnboga eru ekki alvarleg og verður hann orðinn klár í slaginn þegar að Holland mætir Úrúgvæ í undanúrslitum HM á þriðjudagskvöldið.

Van Persie meiddist í leiknum gegn Brasilíu í fjórðungsúrslitum keppninnar en Holland vann leikinn, 2-1.

Joris Mathijsen meiddist í upphitun fyrir leikinn en hann hefur nú einnig fengið grænt ljós fyrir leikinn á þriðjudag. Mathijsen átti að vera í byrjunarliðinu í leiknum en Andre Oojer tók stöðu hans í vörninni.

Þeir Nigel De Jong og Gregory van der Wiel verða þó báðir fjarverandi í leiknum þar sem þeir munu þá taka út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×