Fótbolti

Eggert og félagar klaufar gegn Rangers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Hearts fóru illa að ráði sínu gegn Glasgow Rangers í skoska boltanum í dag.

Hearts var með forystu í leiknum frá 12. mínútu er Rudi Skacel kom þeim yfir. Rangers náði síðan að jafna á 80.mínútu með marki frá Kyle Lafferty og sigurmarkið kom á 90. mínútu frá Steven Naismith.

Eggert Gunnþór var í byrjunarliði Hearts og spilaði allan leikinn. Hann fékk að líta gula spjaldið á 43. mínútu.

Rangers er sem fyrr á toppnum en Hearts er í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×