Enski boltinn

McCarthy vill kaupa Gylfa til Úlfanna - þriggja milljóna punda tilboð á leiðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty Images
Enska slúðurblaðið Daily Mirror skrifar um það í dag að Mick McCarthy, stjóri Wolves, hafi mikinn áhuga á íslenska leikmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni sem hefur slegið í gegn hjá Reading í vetur.

Mick McCarthy mætti á leik Reading á móti Scunthorpe United í síðustu viku. Gylfi skoraði í leiknum sitt 19. mark á tímabilinu í öllum keppnum. Markið kom úr víti á 72. mínútu leiksins en Gylfi hefur sýnt mikið öryggi á vítapunktinum í vetur.

Samkvæmt heimildum Daily Mirror þá ætlar McCarthy að bjóða 3 milljónir punda í Gylfa sem eru um 594 milljónir íslenskra króna. Wolverhampton Wanderers hefur einnig áhuga á ungum leikmanni AZ Alkmaar, Jeremain Lens, en liðið hefur tryggt sér áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Daily Mirror talar um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson sem er ekki rætt því Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari þykir hann ekki vera nógu góðan til að spila fyrir íslenska A-landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×