Enski boltinn

Steve McClaren gæti fengið annað tækifæri með enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve McClaren
Steve McClaren Mynd/Nordic Photos/Getty
Englendingar eru ákveðnir í því að það verði Englendingur sem taki við enska landsliðinu af Ítalanum Fabio Capello þegar hann hætti með liðið eftir Evrópumótið í Póllandi og Úkraínu sem fer fram 2012.

Trevor Brooking, yfirmaður þróunar knattspyrnumála hjá enska knattspyrnusambandinu, hefur staðfest það við Guardian að Steve McClaren sé einn af þeim sem komi til greina sem framtíðarþjálfari enska landsliðsins.

Steve McClaren var rekinn úr þjálfarastólnum eftir að enska landsliðinu mistókst að komast á EM 2008 en hefur síðan verið að gera góða hluti í evrópska fótboltanum. McClaren gerði FC Twente Enschede að hollenskum meisturum og hefur síðan tekið við þýska liðinu Wolfsburg.

„Ég er viss um að hann verði inn í myndinni ef hann heldur áfram að ná svona góðum árangri. Hann hefur miklu meiri reynslu núna og hefur lært sína lexíu. Af hverju ætti hann því ekki að koma til greina?," spyr Trevor Brooking og benti á menn eins og Terry Venables og Bobby Robson sem tóku við enska landsliðinu eftir að hafa öðlast reynslu úr evrópska fótboltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×