Innlent

„Orð Sigurðar dæma sig sjálf“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þ. Hauksson segir að orð Sigurðar muni dæma sig sjálf.
Ólafur Þ. Hauksson segir að orð Sigurðar muni dæma sig sjálf.
Ólafur Þ. Hauksson sérstakur saksóknari sér enga ástæðu til að bregðast við ummælum Sigurðar Einarssonar í Fréttablaðinu í dag.

Í viðtali við blaðið fer Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hörðum orðum um sérstakan saksóknara. Hann segir rannsókn hans bera vott um óskiljanlegan yfirgang, ofbeldi og valdníðslu. Sigurður vill að opinber rannsókn fari fram á vinnulagi saksóknarans.

„Greinin gefur hvorki tilefni að formi né efni til sérstakra viðbragða af hálfu embættisins. Orð hans munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Vísi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.