Fótbolti

Drogba, Eto’o og Gyan keppa um hver var bestur í Afríku 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dider Drogba lék í grænu á miðvikudaginn var.
Dider Drogba lék í grænu á miðvikudaginn var. Mynd/AP
Framherjarnir Didier Drogba, Samuel Eto'o og Asamoah Gyan urðu í þremur efstu sætunum í kjörinu á besta knattspyrnumanni Afríku á þessu ári en verðlaunin verða afhent 20. desember næstkomandi.

Drogba hefur unnið þessi verðlaun í tvígang en hann fékk þau í fyrra. Hann vann tvöfalt með Chelsea í fyrra og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar með 29 mörk í 32 leikjum.

Eto'o vann þessi verðlaun þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. Hann vann þrennuna með ítalska liðinu Inter Milan og hefur raðað inn mörkum það sem af er af þessu tímabili.

Gyan sló í gegn með Gana á HM í Suður-Afríku í sumar og átti mikinn þátt í því að liðið komst eitt Afríkuliða í átta liða úrslitin. Gyan hefur einnig byrjað vel með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.

Atkvæðarétt í kjörinu hafa þjálfarar eða tæknistjórar þeirra 53 landa sem eru meðlimir í afríska knattspyrnusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×