Enski boltinn

Eriksson hefur ekki áhuga á að taka við Blackburn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það má hreinlega ekki losna staða í enska boltanum án þess að Svíinn Sven-Göran Eriksson sé orðaður við hana. Nú er byrjað að orða hann við stjórastarfið hjá Blackburn.

Eins og kunnugt er þá var Sam Allardyce rekinn frá félaginu síðasta mánudag.

Hinn 62 ára gamli Svíi var ansi nálægt því að taka við Blackburn árið 1997 og var í raun búinn að samþykkja að taka að sér starfið. Það endaði þó með því að hann hélt áfram með ítalska félagið Lazio.

Eriksson er þessa dagana að blása lífi í Leicester og hefur ekki lokið keppni þar.

"Það vilja allir vera í úrvalsdeildinni og ég tel að við getum komið Leicester þangað. Ég er mjög ánægður hérna og hef ekki áhuga á öðrum störfum," sagðu Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×