Enski boltinn

Pavlyuchenko skaut Spurs áfram í bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Defoe fagnar Pavlyuchenko í kvöld.
Defoe fagnar Pavlyuchenko í kvöld.

Tottenham og Aston Villa eru komin áfram í ensku bikarkeppninni en tveir af leikjum kvöldsins fóru í framlengingu.

Rússinn Roman Pavlyuchenko er að fara hamförum eftir að hann fékk loksins að spila og hann skoraði tvö mörk í kvöld. Hann skoraði einnig tvö mörk í síðasta leik.

Spurs rúllaði yfir Bolton, 4-0, en tvö af mörkum Spurs voru sjálfsmörk.

John Carew skoraði úr tveim vítaspyrnum á síðustu níu mínútum leiksins gegn Crystal Palace og tryggði Aston Villa farseðilinn í næstu umferð en leiknum lyktaði með tveggja marka sigri Villa, 3-1.

Agbonlahor kom Villa yfir en Darren Ambrose jafnaði á 73. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×