Enski boltinn

Góður sigur hjá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn er Hearts vann góðan útisigur á Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni í dag, 1-0.

Hearts er í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig eftir átta leiki. Þeir eru þó þrettán stigum á eftir toppliði Rangers sem vann öruggan 4-1 sigur á Motherwell í dag.

Rangers er með fullt hús stiga, rétt eins og Rangers sem á leik til góða gegn Dundee United á morgun.

Úrslit dagsins:

Aberdeen - Hearts 0-1

Hibernian - Kilmarnock 2-1

Inverness CT - St. Johnstone 1-1

Rangers - Motherwell 4-1

St. Mirren - Hamilton 2-2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×