Enski boltinn

Krísufundur Tevez og Mancini í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez í leik með City.
Carlos Tevez í leik með City. Nordic Photos / Getty Images

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, mun funda með fyrirliðanum Carlos Tevez í dag en hann hefur sagst vilja fara frá félaginu.

Tevez lagði inn beiðni um að verða settur á sölulista en City hafnaði henni umsvifalaust.

City mætir Everton á mánudaginn og segir Mancini að Tevez muni þá spila. „Mun hann spila á mánudaginn? Já - hann hefur æft síðan á þriðjudaginn og það eru engin vandamál með það," sagði Mancini.

Tevez fór ekki með City til Ítalíu en liðið gerði þar jafntefli við Juventus, 1-1, í Evrópudeild UEFA í gær. Leikurinn var merkingarlaus og fengu flestir fastamenn City að hvíla í gær.

Til stóð að fljúga aftur til Manchester í gær en liðið varð að gista á Ítalíu í nótt þar sem að flugvélin bilaði. Fundur þeirra Mancini og Tevez gæti því eitthvað frestast í dag en það er enn óvíst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×