Enski boltinn

Jermain Defoe ætlar sér að spila Arsenal-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jermain Defoe.
Jermain Defoe. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jermain Defoe, framherji Tottenham, hefur sett sér markmið í endurhæfingu sinni eftir ökklameiðsli sem áttu að halda honum frá þar til í desember. Defoe ætlar sér að ná nágrannaslagnum við Arsenal sem fer fram á Emirates-vellinum 20. nóvember.

Jermain Defoe meiddist illa á ökkla í landsleik á móti Sviss 7. september síðastliðinn og þurfti að fara í uppskurð í kjölfarið. Defoe hefur verið duglegur í endurhæfingunni og starfsfólk Tottenham er bjartsýnt á að hann get komið til baka eftir tvær til þrjár vikur.

Defoe missir hinsvegar örugglega af næstu tveimur leikjum Tottenham sem er sannkallaðir stórleikir. Liðið byrjar á því að mæta Manchester United á Old Trafford á morgun og spilar síðan við Internazionale á heimavelli í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×